Skilmálar


Skilmálar

Skilmálar vefverslunar:
Vefverslun mistandco.is er rekin af Mist & Co. ehf. Kt. 5307220580.
VSK númer: 145824.

Öll ákvæði skilmálanna hér að neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir varnarþingi félagsins, Héraðsdómi Reykjavíkur.

Afgreiðsla pantana:
Pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til verður haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd ef þess er óskað. Ef kaupandi óskar eftir heimsendingu þá eru vörurnar sendar með Dropp eða Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts og Dropp um afhendingu vörunnar. Mist & Co. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á því tjóni sem kann að verða í flutningi.

Skilafrestur og endurgreiðsla:
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaup á vefverslun að því tilskildu að varan sé ónotuð, henni skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ekki er hægt að skila vöru ef búið er að rjúfa innsigli á pakkningu. Skila verður inn kvittun fyrir vörukaupum þegar vöru er skilað og endurgreiðir Mist & Co. vörukaup ef ofangreind skilyrði hafa verið uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Við bendum viðskiptavinum á að hafa samband við verslun sem mun afgreiða málið eða með tölvupósti á info@mistandco.is. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vöru sem er skipt/skilað. Ef einhverjar spurningar vakna þessu tengdar, hafið þá vinsamlegast samband við verslun í ofangreindann tölvupóst.

Verð:
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara og Mist & Co. áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pöntun ef verð vörunnar er rangt skráð á vefverslun. Öll verð á vefversluninni eru með virðisauka og allir reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður:
Mist & Co. heitir kaupanda fullum trúnaði varðandi allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhendar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.  Þegar vara er pöntuð í vefverslun Mist & Co. eru upplýsingar um greiðslukort aðeins vistaðar rétt á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Straumur geymir kortaupplýsingarnar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri. Um leið og pöntunin er staðfest og viðskiptavinur fær staðfestingu í hendurnar verður öllum upplýsingum um greiðslukortið eytt samstundis úr kerfinu. Kortaupplýsingarnar eru því alltaf öruggar á meðan öllu ferlinu stendur.

Fyrirtækjaskrá:
Mist & Co. ehf. Kt. 5307220580.
VSK númer: 145824.
Símanúmer: 6617993
Heimilisfang: Rauðarárstíg 27, 105 Rvk
Netfang: info@mistandco.is